Erlendir iðjuleysingjar, lítið ykkur nær!

Eins og alþjóð er kunnugt um er mér einkar illa við alla trjáfaðmandi hippa. Verknaðurinn sjálfur, þ.e. að faðma tré, fer sem slíkur ekkert sérstaklega í taugarnar á mér, heldur þær persónur sem búa að baki þessum þorskshausum. Þessir meintu náttúrunnendur sem bera víst hag okkar allra fyrir brjósti eru í langflestum tilfellum miðbæjarrottur sem hafa jafnvel aldrei komið út fyrir borgarmörkin. Þeim stendur nákvæmlega á sama um náttúru landsins og hafa aldrei heyrt um staði eins og Kárahnjúka, hvað þá komið þangað, fyrr en Ómar segir þeim frá þeim. Mér þykir þetta vera hræsni á hæsta stigi.

En nú hefur steininn endanlega tekið úr. Ég get svo sem alveg skilið íslenska mótmælendur og náttúruunnendur, jafnvel þó að þeir hafi ekki látið í sér heyra fyrr en of seint, en þegar einhverjir erlendir iðjuleysingjar mæta hingað til landsins til að mótmæla framkvæmdum og stóriðju verð ég að segja stopp. Það er ekki bara hræsni, heldur líka frekja og dónaskapur. Hvern andskotann varðar þetta fólk um hvað við gerum við okkar land? Hundskist bara heim til ykkar og takið til í ykkar eigin saurugu bakgörðum og leyfið okkur að ákveða sjálf hvað er okkur fyrir bestu.

Svo hlýtur málstaður þessa fólks ekki einu sinni hljómgrunn hér á fróni. 40 manns í mótmælagöngu! Þótt við Íslendingar séum nú ekkert sérstaklega margir þá er 40 ekki mikið, jafnvel þó við miðum við höfðatölu. Svo til að kóróna þennan fíflagang þá tókst mótmælendunum að brjóta lög og láta handtaka sig. Að vísu var glæpurinn kannski ekki sá alvarlegasti en hér erum við að tala um prinsipp mál, glæpur er alltaf glæpur. Er ekki full lagaheimild fyrir hendi til að vísa glæpamönnum úr landi? Að minnsta kosti þótti ástæða til að vísa Austur Evrópskum harmonikkuleikurum úr landi sem lífguðu uppá grámyglulega höfuðborgina með lifandi dragspilsleik og glaðlegu fasi, og ekki voru það nú stórglæpamenn. Æj nei, þeim var víst ekki vísað úr landi, þeir voru aðstoðaðir við að komast heim til sín. Er ekki kominn tími til að aðstoða þetta fólk heim líka?

mbl.is Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, annars ætti lögreglan alltaf að nota táragas í svona tilfellum. Það mikið meiri hasar í því

Bjarni Eyfjörð (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 15:37

2 identicon

Já ég held það sé kominn tími til að taka upp stun guns, var ekki lögreglan einmitt að prófa þær um daginn? Allavegna hefði verið flott að nýta þær í svona tilfellum ;)

soffía snædís (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 17:10

3 identicon

Heyr heyr heyr herra Siggeir.

bivark (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband